Spurt og svarað


Um vefinn

Hvernig get ég nýtt mér Mitt VÍS?

Það er bæði einfalt og þægilegt að nota Mitt VÍS. Hér má finna:

 • Upplýsingar um tryggingavernd
 • Upplýsingar um iðgjöld
 • Upplýsingar fyrir skattframtal
 • Upplýsingar um endurnýjun trygginga
 • Greiðslustöðu
 • Stöðu Vildarpunktasöfnunar Icelandair og VÍS
 • Staðfestingu ferðatryggingar
 • Aðgang 3ja aðila
 • Skrá sig í rafræn samskipti

Sjást upplýsingar um tryggingar maka með mínum upplýsingum?

Nei. En það er auðvelt að veita öðrum aðila aðgang að þínum upplýsingum.  Þú einfaldlega skráir kennitölu viðkomandi undir Stillingar – Aðgangur annarra og smellir á hnappinn „Veita aðgang“. Þú getur alltaf afturkallað aðganginn með því að fara inn á sama stað þ.e. undir Stillingar - Aðgangur annarra og smellt á hnappinn "Afturkalla aðgang".

Hvaða vafra er best að nota?

Vefur VÍS og Mitt VÍS eru hönnuð með það í huga að nýtast best í öllum algengum vöfrum. Við mælum þó með því að nota sem vafra eins og þá sem hægt er að nálgast hér að neðan.

Við mælum með eftirfarandi vöfrum:

Innskráning og aðgangur

Hvar fæ ég rafræn skilríki?

Í bönkum og hjá Auðkenni. Hægt er að fá tvenns konar rafræn skilríki. Annars vegar í síma og hins vegar á snjallkort. Ef þú ætlar að útvega rafræn skilríki á síma er best að kanna hjá símafyrirtækinu þínu hvort símkortið styðji rafræn skilríki. Ef kortið gerir það ekki getur þú fengið slíkt kort hjá þínu símafyrirtæki.

Þú ferð svo í banka eða til Auðkennis og færð rafræn skilríki þar. Mikilvægt er að hafa með sér gilt ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini með mynd þegar sótt er um rafræn skilríki.

Hvernig skrái ég mig inn með rafrænum skilríkjum?

Innskráning á Mitt VÍS með rafrænum skilríkjum er einföld og örugg.

Rafræn skilríki á farsíma

 • Þú slærð inn farsímanúmerið þitt á vefsvæði þjónustuaðila. Gættu þess að síminn sé opinn/ólæstur.
 • Á farsímanum samþykkir þú skilaboð um innskráningu eða undirritun.
 • Sjálfkrafa birtist mynd á farsímanum þar sem óskað er eftir því að þú sláir inn PIN númerið þitt sem þú valdir við virkjun skilríkjanna.
 • Þegar þú hefur staðfest PIN númerið er auðkenningu eða undirritun lokið.
 • Gættu þess að farsíminn þarf að vera tengdur símkerfi. Ef þú færð ekki skilaboð í símann þinn eða innskráning virkar ekki af öðrum ástæðum mælum við með að þú prófir að endurræsa símann þinn.

Rafræn skilríki á korti

Áður en þú getur nýtt þér rafræn skilríki á korti þarft þú að setja kortalesara í samband við USB tengi tölvunnar. Tölvan ætti sjálf að sækja hugbúnað fyrir lesarann og láta vita þegar uppsetningu er lokið. Ef tölvan þín er með innbyggðan kortalesara er ekki þörf á USB tengdum lesara.

Þú þarft einnig að hlaða niður Nexus hugbúnaðnum, en hann má sækja hér.

 • Þú stingur rafrænum skilríkjunum þínum í kortalesarann.
 • Þú velur auðkenningu eða undirritun með rafrænum skilríkjum á korti á vefsvæði þjónustuaðila.
 • Nexus Personal hugbúnaðurinn opnast og óskar eftir PIN númeri (Auðkenningar-PIN eða Undirritunar-PIN eftir því hvaða aðgerð er verið að framkvæma).
 • Auðkenningu eða undirritun er lokið.

Get ég fengið nýskráningu senda á tölvupóst eða síma?

Nei. Besta leiðin til að fá upplýsingarnar sendar er sem rafrænt skjal í netbanka viðskiptavinar. Það er örugg og einföld leið. 

Hvernig get ég skráð mig inn ef ég gleymi lykilorðinu mínu?

Hægt er að fá nýtt lykilorð sent í netbankann með því að smella á hlekkinn "Gleymt lykilorð" á innskráningarsíðu vefsins. Við hvetjum þig hins vegar til þess að nota rafræn skilríki þegar þú skráir þig inn.

Get ég fengið lykilorðið mitt gefið upp í síma?

Nei. Aðeins er hægt að fá lykilorð sent með rafrænu skjali í heimabanka, með tölvupósti eða með SMS skeyti.

Öryggi

Hvernig tryggi ég öryggi mitt á vefnum?

 • Lykilorð inn í Mitt VÍS þarf að fara með eins og aðrar viðkvæmar upplýsingar og tryggja að enginn óviðkomandi hafi aðgang að því.
 • Við mælum með því að notendur Mitt VÍS skrái sig ávallt út þegar notkun er lokið og loki vafranum því næst (öllum gluggum).

Hvernig er öryggi vefsins tryggt?

Lausnin notast við 128 bita SSL öryggislykil. Slíkir lyklar eru svokallaðir "bankalyklar" og bjóða upp á sama öryggi og þekkist í heimabönkum viðskiptabankana sem dæmi. Þessir lyklar eru þeir öruggustu sem völ er á í dag og tryggja öryggi upplýsinga innan Mitt VÍS.

Fyrirtæki

Hvernig skrái ég mig inn á fyrirtækjaaðgang minn á MITT VÍS?

Prófkúruhafi fyrirtækisins skráir sig inn á fyrirtækjareikninginn á Mitt VÍS. Þar fer hann undir "Stillingar" og velur þar "Aðgangur annarra". Þar skráir hann inn kennitölu þess sem á að hafa aðgang að Mitt VÍS fyrir hönd fyrirtækisins. Prófkúruhafi hefur svo yfirlit yfir hvenær hemild var gefinn fyrir aðgangi og getur afturkallað hana hvenær sem er.

Hvernig get ég nýtt mér MITT VÍS?

Það er bæði einfalt og þægilegt að nota Mitt VÍS. Á Mitt VÍS má meðal annars finna:

 • Upplýsingar um tryggingavernd
 • Upplýsingar um iðgjöld
 • Upplýsingar fyrir skattaframtal
 • Greiðslustaða
 • Aðgang 3ja aðila
 • Einnig er hægt að uppfæra eftirtaldar tryggingar: Frjáls ábyrgðartrygging, slysatrygging launþega og ferðatrygging fyrirtækja.

Hvernig skrái ég mig inn með rafrænum skilríkjum?

Innskráning á Mitt VÍS með rafrænum skilríkjum er einföld og örugg.

Rafræn skilríki á farsíma

 • Þú slærð inn farsímanúmerið þitt á vefsvæði þjónustuaðila. Gættu þess að síminn sé opinn/ólæstur.
 • Á farsímanum samþykkir þú skilaboð um innskráningu eða undirritun.
 • Sjálfkrafa birtist mynd á farsímanum þar sem óskað er eftir því að þú sláir inn PIN númerið þitt sem þú valdir við virkjun skilríkjanna.
 • Þegar þú hefur staðfest PIN númerið er auðkenningu eða undirritun lokið.
 • Gættu þess að farsíminn þarf að vera tengdur símkerfi. Ef þú færð ekki skilaboð í símann þinn eða innskráning virkar ekki af öðrum ástæðum mælum við með að þú prófir að endurræsa símann þinn.

Rafræn skilríki á korti

Áður en þú getur nýtt þér rafræn skilríki á korti þarft þú að setja kortalesara í samband við USB tengi tölvunnar. Tölvan ætti sjálf að sækja hugbúnað fyrir lesarann og láta vita þegar uppsetningu er lokið. Ef tölvan þín er með innbyggðan kortalesara er ekki þörf á USB tengdum lesara.

Þú þarft einnig að hlaða niður Nexus hugbúnaðnum, en hann má sækja hér.

 • Þú stingur rafrænum skilríkjunum þínum í kortalesarann.
 • Þú velur auðkenningu eða undirritun með rafrænum skilríkjum á korti á vefsvæði þjónustuaðila.
 • Nexus Personal hugbúnaðurinn opnast og óskar eftir PIN númeri (Auðkenningar-PIN eða Undirritunar-PIN eftir því hvaða aðgerð er verið að framkvæma).
 • Auðkenningu eða undirritun er lokið.

Sjást upplýsingar um tryggingar maka með mínum upplýsingum?

Nei. En það er auðvelt að veita öðrum aðila aðgang að þínum upplýsingum.  Þú einfaldlega skráir kennitölu viðkomandi undir Stillingar – Aðgangur annarra og smellir á hnappinn „Veita aðgang“. Þú getur alltaf afturkallað aðganginn með því að fara inn á sama stað þ.e. undir Stillingar - Aðgangur annarra og smellt á hnappinn "Afturkalla aðgang".