Spurt og svarað


Um vefinn

Hvernig get ég nýtt mér Mitt VÍS?

Það er bæði einfalt og þægilegt að nota Mitt VÍS. Hér má finna:

  • Upplýsingar um tryggingavernd
  • Upplýsingar um iðgjöld
  • Upplýsingar fyrir skattframtal
  • Greiðslustöðu

Hvernig get ég nýtt mér póstlista VÍS?

Þú getur skráð þig á póstlista VÍS ef þú vilt fá sendar upplýsingar í tölvupósti um þjónustu og nýjungar sem viðskiptavinum okkar stendur til boða. Athugið að tölvupóstfangið þitt er eingöngu notað í samskiptum við VÍS og verður aldrei afhent þriðja aðila.

Sjást upplýsingar um tryggingar maka með mínum upplýsingum?

Til þess að veita öðrum aðila aðgang að þínum upplýsingum þá skráir þú inn kennitölu viðkomandi undir Stillingar – Aðgangur annarra og smellir á hnappinn „veita aðgang“

Hvaða vafra er best að nota?

Vefur VÍS og Mitt VÍS eru hönnuð með það í huga að nýtast best í öllum algengum vöfrum. Við mælum þó með því að nota sem vafra eins og þá sem hægt er að nálgast hér að neðan.

Við mælum með eftirfarandi vöfrum:

Innskráning og aðgangur

Hvað eru rafræn skilríki í farsíma?

Rafræn skilríki í farsíma er góð leið til auðkenningar inn á Mitt VÍS.  Rafræn skilríki er hægt að virkja í viðskiptabankanum þínum.
Rafrænu skilríkin eru vistuð á SIM-korti viðkomandi farsíma og þú velur þér PIN-númer til að beita þeim. Rafrænu skilríkin virka á gömlum sem nýjum farsímum, óháð stýrikerfum. Enginn kortalesari, enginn hugbúnaður sem þarf að setja upp. Bara að hafa farsímann við höndina, það er það eina sem þarf.

Hvernig get ég skráð mig inn með rafrænum skilríkjum?

Þú einfaldlega slærð inn farsímanúmerið þitt inn á innskráningarsíðu Mitt VÍS. Þá birtist sjálfkrafa skjámynd á farsímanum þínum þar sem þarf að staðfesta beiðnina. Ef beiðnin er staðfest kemur upp gluggi þar sem þú slærð inn það PIN-númer sem þú valdir þér þegar rafrænu skilríkin voru virkjuð. Þegar beiðnin í farsímanum hefur verið samþykkt með PIN - númeri þá opnast aðgangurinn þinn inn á Mitt VÍS.
Nánari upplýsingar um rafræn skilríki í farsíma er hægt að finna inn á auðkenni.is

Get ég fengið nýskráningu senda á tölvupóst eða síma?

Nei. Besta leiðin til að fá upplýsingarnar sendar er sem rafrænt skjal í netbanka viðskiptavinar. Það er örugg og einföld leið.

Hvernig get ég skráð mig inn ef ég gleymi lykilorðinu mínu?

Hægt er að fá nýtt lykilorð sent í netbankann með því að smella á hlekkinn "Gleymt lykilorð" á innskráningarsíðu vefsins.

Get ég fengið lykilorðið mitt gefið upp í síma?

Nei. Aðeins er hægt að fá lykilorð sent með rafrænu skjali í heimabanka, með tölvupósti eða með SMS skeyti.

Öryggi

Hvernig tryggi ég öryggi mitt á vefnum?

  • Lykilorð inn í Mitt VÍS þarf að fara með eins og aðrar viðkvæmar upplýsingar og tryggja að enginn óviðkomandi hafi aðgang að því.
  • Við mælum með því að notendur Mitt VÍS skrái sig ávallt út þegar notkun er lokið og loki vafranum því næst (öllum gluggum).

Hvernig er öryggi vefsins tryggt?

Lausnin notast við 128 bita SSL öryggislykil. Slíkir lyklar eru svokallaðir "bankalyklar" og bjóða upp á sama öryggi og þekkist í heimabönkum viðskiptabankana sem dæmi. Þessir lyklar eru þeir öruggustu sem völ er á í dag og tryggja öryggi upplýsinga innan Mitt VÍS.

Fyrirtæki